Vortímataka Breiðabliks fór fram í gærkvöldi við ágætar aðstæður á Krýsuvíkurmalbiki. Keppninni hafði verið tvífrestað vegna veðurs sem hafði aðeins áhrif á þátttökuna en sem betur fer náðu flestir sterkustu hjólararnir að mæta. 20km vortímataka hefur verið haldin á þessari braut 12 ár í röð og Breiðablik hefur séð um keppnina síðustu 2 árin.

Í unglingaflokki (17-18 ára) sigraði hinn bráðefnilegi Eyþór Eiríksson (HFR) á tímanum 33:14. Í kvennaflokki sigraði Ágústa Edda (Tindur) á tímanum 32:44 og var hún nokkuð á undan Karen Axelsdóttur (Tindur) sem varð í 2. sæti. Kristín Vala (Breiðablik) náði 3. sæti í sinni fyrstu tímatökukeppni.
Í karlaflokki sigraði Rúnar Örn Ágústsson (Breiðablik) með nokkrum yfirburðum á tímanum 27:19. Hákon Hrafn (Breiðablik) varð í 2. sæti og Eyjólfur Guðgeirsson (Tindur) varð í 3. sæti.
Breiðablik á marga sérfræðinga í tímatökuhjólreiðum og úrslitin voru mjög góð fyrir félagið en því miður var Rannveig veik en hún varð í 2. sæti í þessari keppni í fyrra.
Nánari úrslit eru á vef HRÍ – http://hri.is/keppni/271#results