Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Meistaramót Íslands fór fram um helgina á Egilsstöðum. Átta keppendur frá Breiðablik mættu til leiks á Vilhjálmsvelli þar sem vel var tekið á móti kappsfullum Blikum. Veðrið lék við keppendur sem skilaði frábærum árangri okkar fólks. Breiðablik endaði í þriðja sæti af fjórtán liðum sem tóku þátt á Meistaramótinu með fimmtán verðlaun níu gull, tvö silfur og fjögur brons og skilaði okkur tíu íslandsmeistaratitlum og fullt af bætingum.

Eins og áður þá er framtíðin björt hjá okkar fólki.

Íslandsmeistarar Breiðabliks:

Markús Birgisson, 13 ára:
100m hlaup
80m grind
hástökk
langstökk
kúluvarp

Júlía Kristín Jóhannesdóttir 13 ára:
langstökk
spjótkast
kúluvarp

Ingunn Böðvarsdóttir 12 ára:
60m hlaup
langstökk

Áfram Breiðablik!