Blikahópur á AMÍ 2018
Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í sundi var haldið helgina 22. – 24. júní á Akureyri. Veðrið lék við sundmenn og aðra gesti. Sunddeild Breiðabliks átti 26 keppendur á mótinu en á það eru lágmörk sem sundmenn þurfa að ná til að keppa á mótinu. Blikar stóðu sig mjög vel og bættu sína bestu tíma í nær öllum sundum. AMÍ er bæði einstaklings- og liðakeppni og endaði sunddeild Breiðabliks í 3. sæti í liðakeppninni, SH vann og ÍRB varð í 2. sæti. Það sem er aðdáunarvert er að á meðan Blikar voru með 26 keppendur (144 stungur/skráningar) var SH með 49 keppendur (277 stungur/skráningar) og ÍRB með 48 keppendur (272 stungur/skráningar). Liðin í 4. og 5. sæti voru einnig með fleiri keppendur en Breiðablik.
Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu sundmenn í flokkum 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15-17 ára bæði í kvenna og karlaflokki. Þar átti Breiðablik 4 af 6 stigahæstu einstaklingunum. Freyja Birkisdóttir varð stigahæst í 12 ára og yngri, Kristín Helga Hákonardóttir varð stigahæst í flokki 13-14 ára, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir varð stigahæst í flokki 15-17 ára og Patrik Viggó Vilbergsson varð stigahæstur í flokki 15-17 ára.
Ólafsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega á AMÍ fyrir besta afreki unnið á mótinu í völdum sundgreinum. Að þessu sinni hlaut bikarinn Kristín Helga Hákonardóttir úr sunddeild Breiðabliks og er það í fyrsta skipti sem sundmaður úr Breiðablik vinnur bikarinn.
Blikar stóðu sig með prýði alla helgina, hvöttu hvort annað, voru mjög samheldin og skemmtu sér vel. Foreldrahópurinn var hrikalega flottur og öflugur og án þeirra væri ekki hægt að fara á svona stórt mót. Einnig fá þjálfarar þakkir fyrir góða vinnu.
Næsta stóra verkefni Blika verður um miðjan júlí en þá munu Kristín Helga Hákonardóttir og Patrik Viggó keppa á Norðurlandamóti æskunnar (NÆM) í Lettlandi. Áfram sunddeild Breiðabliks.
AMÍ stigahæstu

Stigahæstu sundmenn í hverjum aldursflokki. Frá vinstri Freyja Birkisdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Patrik Viggó Vilbergsson og Ragna Sigríður Ragnarsdóttir.