Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Norðurlandamóti í Færeyjum 3-12. ágúst.

Tveir Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir:
Andri Fannar Baldursson
Danijel Dejan Djuric

Andri Fannar er fæddur árið 2002 og Danijel árið 2003. Báðir leikmenn hafa verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokks karla.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og um leið góðs gengis í Færeyjum.