Adele, Patrik og Kristín
Um síðustu helgi fór fram opna Norðurlandameistaramót unglinga í sundi (Nordic Age Group Championship). Keppnin fór fram í Riga í Lettlandi og 11 þjóðir sendu keppendur á mótið en auk Norðurlandaþjóðanna voru sundkrakkar frá Sviss, Hollandi, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. Ísland átti 3 keppendur á mótinu, þar af tvo sundmenn úr Breiðablik, þau Patrik Viggó og Kristínu Helgu. Auk þeirra keppti Adele úr SH með þeim. Keppt var í einum flokki, 16 ára og yngri strákar og 15 ára og yngri stelpur. Patrik og Adele voru á sínu síðasta ári á þessu móti en Kristín á eitt ár eftir.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel á mótinu og bættu sig í flestum greinum. Úrslit urðu þessi:
Patrik Viggó:
400m skriðsund, 5. sæti á 4:11,55
400m fjórsund, 4. sæti á 4:41,79 (5 sek bæting)
1500m skriðsund, 5. sæti á 16:40,21
Kristín Helga:
50m skriðsund, 11. sæti á 27,82
100m skriðsund, 15. sæti á 1:00,15
200m skriðsund, 13. sæti á 2:12,79
400m skriðsund 11. sæti á 4:38,86
Þjálfari í ferðinni var Bjarney Guðbjörnsdóttir frá Akranesi og liðsstjóri var Hilmar Örn Jónasson úr ÍRB og héldu þau mjög vel utan um þessa ferð og allur hópurinn var Íslandi til sóma.