Ingvar Ómarsson mun keppa á morgun á Evrópumeistaramótinu í ólympískum fjallahjólreiðum sem fram fer í Glasgow (og er hluti af Evrópuleikunum sem eru í gangi núna). Í stuttu viðtali við fréttaritara Blikafrétta sagði hann að brautin væri að koma koma vel út í æfingum og hentaði honum vel og einnig veðrið er fínt fyrir Íslendinginn. Keppnin hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma á morgun (þriðjudag) og verður sýnd í beinni á RÚV og á netinu.