Hákon Hrafn Sigurðsson sigraði örugglega í Kjósarsprettinum (hálf ólympískri þraut) sem fram fór í lok júlí. Kom fyrstur upp úr 13 gráðu “heitu” Meðalfellsvatninu og hélt forystunni allt til enda.. Rannveig Guicharnaud kom önnur upp úr vatninu á eftir Hákoni og sigraði í kvennaflokki en Birna Íris Jónsdóttir tók þar annað sætið. Guðjón Karl Traustason var fimmti í heildina á góðum tíma. Ingvi Jónasson sigrðaði í byrjendaflokki og Almar Björn Viðarsson tók þar bronsið. Innilega til hamingju Blikar. Keppnin var samstarfsverkefni Breiðabliks, 3SH, Ægis 3 og 3N með stuðningi og yfirumsjón Þríþrautarsambandsins Íslands.

 

.