Þorvaldur Örlygsson landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs Íslands hefur valið hópinn sem mætir Albaníu tveimur landsleikjum í Tirana í byrjun september.
Í hópnum eru tveir núverandi Blikar, þeir Kolbeinn Þórðarson og Brynjólfur Darri Willumsson. Þá eru 4 fyrrum Blikar sem nú leika í atvinnumennsku erlendis. Markverðirnir Elías Rafn Ólafsson og Patrik S. Gunnarsson sem báðir héldu út núna í sumar eru í hópnum. Þá eru Ágúst Eðvald Hlynsson og Arnór Borg Guðjohnsen einnig í hópnum.
Leikirnir fara fram 8. og 10 september.
Við óskum þeim og Blikum nær og fjær til hamingju með valið.