Íþróttaskóli 3-5 ára barna er starfræktur á veturna í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.

Haustönn í íþróttaskólans hefst 8. september.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið

Hægt verður að kaupa 10 tíma klippikort. Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að mæta með kvittun (útprentaða eða skjáskot) á fyrstu æfingu og fá þá klippikortið afhent hjá þjálfara.

10 tíma klippikort kostar kr. 15.000, klippikortið er hægt að nota fyrir og eftir áramót, fleiri en tveir geta notað sama kortið.
Íþróttaskóli Breiðabliks verður alla laugardaga* kl. 10:00 – 12:00 í Smáranum. Fyrsti tími á haustönn er 8. september og sá síðasti 15. desember *
*Birt með fyrirvara um breytingar

Íþróttaskóli Breiðabliks á Facebook

Í skólanum leggjum við áherslu á að þessi fyrstu kynni barna af íþróttahúsum séu jákvæð og að þeim líði vel inni í íþróttasalnum enda er það forsenda þess að börn haldi áfram að iðka íþróttir. Það er mjög mikilvægt að okkar mati að börnin finni þörf til þess að hreyfa sig og að þau njóti þess að vera í hreyfistund í íþróttasalnum. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að staðgóð grunnþjálfun þar sem áhersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og jákvætt umhverfi hefur mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir einstaklinginn þegar fram í sækir.Íþróttaskóli hefur verið starfræktur á vegum Breiðabliks frá fyrsta starfsári Smárans árið 1994. Fyrsti skólastjóri og helsti hvatamaður að stofnun skólans var Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Allt frá upphafi hefur Breiðablik lagt metnað sinn í að þau börn sem þangað koma njóti leiðbeininga færustu aðila; íþróttakennara, leikskólakennara og grunnskólakennara.
Einnig er nauðsynlegt að börnin fái hvíld og slökun í lok slíkra leikja, þannig að þau skynji muninn á spennu og slökun. Íþróttaskólinn er tilvalinn vettvangur til þess að undirbúa börnin fyrir hinar hefðbundnu íþróttagreinar.