Á morgun laugardag fer fram úrslitaleikur Mjólkurbikars karla.

Leikurinn er gegn Stjörnunni og hefst hann kl 19.15 á Laugardalsvelli.

Blikar blása til fjölskylduhátíðar kl. 16 í Þróttaratjaldinu í Laugardalnum þar sem stuðningsmenn Blika geta hitað saman upp fyrir leikinn.

Breiðablik býður upp á pylsur, gos og svala. Þá verða kaldir drykkir til sölu á góðu verði.

Blikaklúbburinn verður með grænan Blikavarning til sölu á staðnum.

Það verða hoppukastalar og andlitsmálning fyrir börnin. Leikur Watford og Manchester United verður sýndur á risaskjá í tjaldinu og Kópacabana mun æfa sögngva fyrir leikinn. Kópacabana mun svo leiða skrúðgöngu yfir á Laugardalsvöll fyrir leik.

Miðasala fer fram á Tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða í miðasölunni á Laugardalsvelli frá kl. 12 á laugardag.

Nú þarf liðið stuðningi allra Blika að halda.

Áfram Breiðablik

…það liggur í loftinu