Í vetur munu Jóhanna og Veronika standa fyrir skákæfingum fyrir stúlkur í á þriðju hæð í stúkunni, Kópavogi, á vegum Skákskóla Íslands í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks. Námskeiðið fer fram á mánudögum frá 17.00 til 18.30. Fyrsta æfingin fer fram mánudaginn 26. september.

Æfingarnar eru ætlaðar áhugasömum skákstelpum sem hafa áhuga á að bæta sig í skák á hinum ýmsu sviðum, en sérstök áhersla verður lögð á að byggja sterkan grunn í byrjunum og taktík.

Jóhanna og Veronika hafa mikla reynslu úr skákheiminum og eru reyndir skákkennarar. Jóhanna á þrjú Ólympíumót með kvennalandsliðinu að baki og mun keppa fyrir Íslands hönd í Batumi í október. Veronika á eitt Ólympíumót með kvennalandsliðinu að baki og hefur ósjaldan teflt fyrir hönd Íslands á  ungmennamótum.

Báðar vilja þær leggja kapp á aukna skákkennslu og hvetja stúlkur á öllum aldri til að mæta á æfingarnar, bæta sig jafnt og þétt og hafa gaman af skákinni.

Skráningargjald er 5.000 kr.- fyrir eina önn en öllum er frjálst að mæta og prófa eina æfingu. Skráning fer fram á staðnum eða í gegnum netfangið  veronika.steinunn@gmail.com.