Sunddeild Breiðabliks er ein af 11 deildum félagsins og heldur hún úti öflugu starfi.

Hér að neðan smá lesa smá ágrip af sögu deildarinnar þ.e. fyrstu ár hennar en það er Jóhannes Hraunfjörð Karlsson sem skrifaði.

 

 

– Fyrstu árin

 

 

Sunddeild Breiðabliks var stofnuð 9. október 1968 og er því þrítug um þessar mundir. Aðalhvatamaðurinn að stofnun deildarinnar var Steinar LúðvÍksson, þáverandi forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs. Sundlaugin var fyrst opnuð almenningi Í desember 1967, eins og kunnugt er. Sundlaugin var og er frumforsenda skipulegrar sundþjálfunar og hefur sunddeildin dafnað og eflst samhliða Íþróttamannvirkinu á Rútstúni.

 

Áður en Sundlaug Kópavogs var opnuð fóru allir krakkar úr Kópavogi Í skólasund í Sundhöll Hafnarfjarðar og stóð hvert sundnámskeið aðeins Í tvær vikur. Ekið var frá grunnskólum bæjarins á gömlum Ford árgerð 1948, sem Strætisvagnar Kópavogs keyptu árið 1963 til þeirra nota af þeim Ingimarsbræðrum, en þeir voru m.a. sérleyfishafar til aksturs á leiðinni ReykjavÍk – Ljósafoss til margra ára. Kópavogur var í þá daga að slíta barnskónum og þar ríkti enn töluverður frumbýlingsbragur. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 11. maÍ 1955 og upp úr þvÍ varð uppbyggingin hröð. Árið 1960 voru íbúar bæjarins orðnir 6.200 talsins og árið 1970 rÍflega 11.000 eða um helmingi færri en þeir eru nú. Gjáin, sem skiptir bænum í tvennt, var ekki til í þá daga. Þar hét þá Kópavogsháls og þær götur sem voru að einhverju leyti byggðar voru enn ófrágengnar.

 

Með opnun Sundlaugar Kópavogs fluttist öll sundkennsla hingað Í bæinn. Sundkennslan jókst og þá fyrst urðu hÆg heimatökin fyrir sundkennarana að greina efnilega sundmenn. Landsmót Ungmennafélags Íslands skyldi haldið að Eiðum 13. og 14. júlÍ árið 1968 og óskaði stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (U.M.S.K) að sundmenn úr sínum röðum kepptu þar. Steinar Lúðvíksson valdi efnilegustu sundmennina í sérstakan landsmótshóp og hóf hann æfingar 15. maÍ 1968 af miklum móð. Ekki fór mikið fyrir sundfólki Breiðabliks á verðlaunapöllum þar eystra og vannst ekkert stig fyrir U.M.S.K. en ísinn hafði verið brotinn og sunddeildin var komin á blað. Afrekin fylgdu Í kjölfarið. Á landsmótinu á Sauðárkróki 1971 náði deildin mjög góðum árangri, varð þriðja stigahæsta liðið í sundinu, auk þess sem hún átti annan stigahæsta einstakling mÓtsins, Stefáná Stefánsson. Svipaða sögu er að segja af landsmótinu á Akranesi árið 1975 en þá var Stefán allt Í senn liðstjóri, þjálfari og keppandi. Daði Kristjánsson varð þriðji stigahæsti karlinn Í sundinu og Steingrímur Davíðsson vann þriðja besta afrekið. Daði og Steingrímur áttu báðir fjölda Íslandsmeta á sínum tíma og voru í unglingalandsliðinu Í sundi.

 

Fyrstu mánuðina starfaði sunddeildin undir verndarvæng aðalstjórnar Breiðabliks. Föstudaginn 19. ágúst 1968 kom aðalstjórnin saman og lagði Steinar Lúðvíksson þar til að stofnuð yrði sunddeild innan félagsins. Þriðjudaginn 8. október mætti Gestur Guðmundsson, formaður Breiðabliks, á aðalfund sunddeildarinnar og fyrsta stjórn deildarinnar var kosin, en fram að því hafði allt starfið hvílt á Steinari. Daginn eftir, miðvikudaginn 9. október 1968, samþykkti aðalstjórn Breiðabliks stofnun sunddeildarinnar. Jafnframt ákvað aðalstjórn Breiðabliks að styrkja hina nýstofnuðu sunddeild með 3000 króna framlagi. Sunddeild Breiðabliks telst þvÍ formlega stofnuð miðvikudaginn 9. október 1968.

 

Fyrsta stjórn deildarinnar var þannig skipuð:

 

 

Steinar LúðvÍksson, formaður.

 

Árni Ásmundsson, varaformaður.

 

Gunnlaugur Sigurðsson, ritari,

 

Ólöf Guðmundsdóttir, gjaldkeri.

 

Katrín Oddsdóttir, spjalskrárritari.

 

Varastjórn skipuðu:

 

SoffÍa Bragadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigursveinn Karlsson.

 

Fyrstu starfsár sunddeildarinnar var Steinar Lúðvíksson aðaldriffjöður hennar, enda bæði formaður deildarinnar og aðalþjálfari, en eftir því sem deildinni óx fiskur um hrygg komu fleiri að starfseminni. Árið 1971 var deildinni skipt Í tvo hópa, eldri og yngri hóp. Þjálfaði Steinar eldri hópinn en Stefán Stefánsson yngri hópinn. Stefán varð jafnframt fyrsti Íslandsmeistari félagsins þegar hann sigraði Í 100 metra baksundi á Unglingameistarmíti Íslands á Akureyri 1971. Árið eftir urðu þjálfaraskipti hjá deildinni. Árni Þ. Kristjánsson varð aðalþjálfari og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, sundkona úr Breiðabliki, þjálfaði yngri hópinn. Árið 1972 eignaðist sunddeild Breiðabliks einnig sinn fyrsta Íslandsmethafa þegar Steingrímur Davíðsson setti þrjú Íslandsmet Í 50, 100 og 200 metra bringusundi sveina 12 ára og yngri. SteingrÍmur átti eftir að gera garðinn frægan á fleiri sundmótum. Hann varð t.d. annar Í 100 metra bringusundi á unglingameistaramóti Norðurlanda, sem haldið var Í Karlsstad Í SvÍþjóð Í júlí 1974, og jafnframt þriðji Í 200 metra bringusundi. Á þessu móti kepptu þrÍr unglingar fyrir Íslands hönd, þar af voru tveir úr sunddeild Breiðabliks, en auk Steingríms keppti Daði Kristjánsson þar. Þriðji keppandinn var Brynjólfur Björnsson, Ármanni, en hann varð síðar þjálfari sunddeildar Breiðabliks. Á þessum árum átti sunddeild Breiðabliks föst sæti bæði Í unglingalandsliðinu og Í aðallandsliðinu. Auk þeirra Daða og SteingrÍms sem áttu sæti Í unglingalandsliðinu áttu m.a. þau Stefán ”. Stefánsson, Árni Eyþórsson og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir Í sæti aðallandsliðinu.

 

Haustið 1974 hætti Árni Þ. Kristjánsson sem aðalþjálfari sunddeildarinnar, en undir hans stjórn hafði deildin náð mjög góðum árangri, og Regína Gunnlaugsdóttir tók við. Regína stóð því miður stutt við og um vorið 1975 var deildin þjálfaralaus. Framundan var landsmótið á Sauðárkróki. Nú voru góð ráð dýr og tími naumur. Það varð deildinni til bjargar í það sinnið að Stefán Stefánsson hljóp undir bagga og tók að sér þjálfun deildarinnar þrem vikum fyrir landsmÓt.

 

Steinar Lúðvíksson gerði strax frá upphafi strangar kröfur til sundiðkenda. Til að komast inn í deildina þurfti sundmaður að ná ákveðnum lágmarkstíma Í aðalsundgrein sinni, auk þess þurfti hann að kunna góð skil á öðrum sundgreinum. Á sínum tíma lögðum við Grétar Már Sigurðsson, sem nú er sendiráðunautur Í Brussel, mjög hart að okkur til að fá að æfa sund hjá Steinari. Við mættum í sund á hverjum degi Í heilt sumar eingöngu til að ná lágmarkstímanum.

 

Árið 1975 lét Steinar Lúðvíksson af formennsku sunddeildarinnar og Gyða Stefnánsdóttir, sundkona úr KR og sérkennari, tók við. Fjöldi annarra áhugasamra foreldra og aðstandenda ungra sundmanna hafa átt þátt Í að móta þrjátíu ára sögu Sunddeildar Breiðabliks en of langt mál væri að telja þann fjölda upp hér. Sundiðkun vill góðu heilli leggjast Í ættir og nú æfir önnur og jafnvel þriðja kynslóð sundmanna hjá Breiðabliki.

 

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

 

Innilega til hamingju með daginn Sunddeild Breiðabliks.