Kynningarfundur og skíðamarkaður sameiginlegrar deildar  Breiðabliks og KR verður haldinn 21. Nóvember næstkomandi í Smáranum í Kópavogi.

Skíðamarkaðurinn verður frá 19:15 til 20:00 í anddyri Smárans og beint í kjölfarið eða klukkan 20:15 mun fara fram kynning á starfi deildanna í samkomusal Breiðabliks á annarri hæð í Smáranum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði núverandi iðkendur og mögulega iðkendur sem vilja vita meira og kynna sér íþróttina eða störf félaganna.

Frekari upplýsingar um skíðamarkaðinn;
Markaðurinn byrjar kl 19:15 og sér hver um að selja sinn búnað og koma honum í verð. Þjálfarar/aðstoðarmenn verða á staðnum til að aðstoða við sölu/kaup.