Á dögunum fór fram Íþróttahátið Kópavogs en þar voru íþróttamenn heiðraðir. Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2018.

Karateblikarnir Svana Katla Þorsteinsdóttir og Tómas Pálmar Tómasson fengu viðurkenninug fyrir frábæran árangur á árinu 2018 og er meðfylgjandi mynd af þeim frá Íþróttahátiðinni. Svana fékk einnig sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa tekið þátt í HM í karate árið 2018 fyrir Íslands hönd.

Tómas Pálmar fór ósigraður í gegnum Íslandsmeistaramót unglinga er hann sigraði sinn flokk í einstaklingskeppni ásamt þvi að vinna allar viðureignir með hópkataliði sínu, hann er því tvöfaldur Íslandsmeistari í kata. Tómas Pálmar fór einnig ósigraður á öllum Grand Prix mótum Karatesambands Íslands og er því bikarmeistari í kata 14-15 ára. Tómas Pálmar hefur tekið þátt í verkefnum með kata landsliði Íslands meðal annars á Smáþjóðaleikum í San Marínó, Norðurlandamóti í Finnlandi, sterku móti í Tampere í Finnlandi svo eitthvað sé nefnt.

Svana Katla stefnir á að vera í fremstu röð karatekvenna á norðurlöndum og með stöðugum bætingum á æfingum er ljóst að hún mun ná þeim stað. Auk þess er Svana Katla að þjálfa yngri keppendur í að ná sama árangri og hún hefur náð. Svana Katla er góður íþróttamaður og um leið frábær fyrirmynd. Svana Katla er fastamaður í landsliði Íslands í Kata og á árinu tók hun þátt í fjölmörgum verkefnum með landsliðinu – Norðurlandamót í Finnlandi, Smáþjóðamót í San Marínu, Evrópumeistaramótinu í Serbíu, Galdsaxe í Danmörku, Cental England og finnska bikarmótinu.
Þess má geta að Svana Katla er ósigruð í einstaklings kata kvenna hér heima síðustu 4 árin.
1) Innlendur vettvangur:
-Íslandsmeistari í kata kvenna, 4ja árið í röð.
-Íslandsmeistaramót í kata, 1.sæti í hópkata kvenna.
-RIG, 1. sæti.

2) Erlendur vettvangur
-Brons á Galdsaxe í Danmörku
-Brons á Central England
-Silfur á finnska bikarmótinu.
-5 sæti á Katapokalen í Svíþjóð

Karatedeildin óskar þeim innilega til hamingju með þennann árangur.