Breiðablik hélt unglingadómaranámskeið í samstarfi við KSÍ síðastliðinn mánudag fyrir foreldra og forráðamenn iðkenda í yngri flokkum. Mætingin á námskeiðið var góð og sköpuðust skemmtilegar umræður. Með því að dæma gefst foreldrum kjörið tækifæri á því að taka beinan þátt í starfinu og hjálpa til við að bæta umgjörðina. Auk þess fá þeir sem eru með dómarapróf og dæma 10 leiki dómarapassa og fá þannig frítt á alla leiki í deildarkeppnum á vegum KSÍ og landsleiki. Einnig greiðir Breiðablik fyrir dómgæslu.
 
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að dæma en komust ekki á námskeiðið til þess að hafa samband í gegnum netfangið sigurdur@breidablik.is