Breiðablik á sterkt mót fyrir U14 stúlkur í Svíþjóð

Breiðablik hefur þegið boð um að taka þátt í Lennart Johansson Academy Trophy 2019 í Solna í Svíðþjóð dagana 23.-26. maí. Mótið er eitt frægasta knattspyrnumót yngri flokka í Evrópu og mikill heiður fyrir Breiðablik að fá boð um að senda lið til þátttöku. Um er að ræða sterkt mót fyrir stúlkur og drengi í 4. flokki.

Þáttökulið í stúlknaflokki eru Atletico Madrid, RCD Espanyol, Bröndby IF, Oslo fotballkrets, FC Chertanovo Moscow, HJK Helsinki, EPS, Crossfire Seattle og heimaliðið AIK.

Sigurvegarar síðasta árs var Atletico Madrid og 2017 vann RCD Espanyol mótið.

Fyrir hönd Breiðabliks munu eftirfarandi stúlkur taka þátt:

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Brynja Dögg Benediktsdóttir

Dísella Mey Ársælsdóttir

Emilía Lind Atladóttir

Guðmunda Marta Karlsdóttir

Harpa Helgadóttir

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir

Ingunn Sif Isorena Þórðardóttir

Ingunn Þóra Kristjánsd. Sigurz

Magnea Dís Guðmundsdóttir

Margrét Brynja Kristinsdóttir

Margrét Lea Gísladóttir

María Jónsdóttir

Rebekka Sif Rúnarsdóttir

Sara Svanhildur Jóhannsdóttir

Sylvía Eik Sigtryggsdóttir

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir

Viktoría París Sabido

Nánari upplýsingar um mótið:

Facebook síða mótsins: https://www.facebook.com/lennartjohanssonacademytrophy/?fref=ts

Heimasíða mótsins: https://ljacademytrophy.cups.nu/

Við óskum stelpunum góðs gengis á mótinu!