Breiðablik tekur á móti FC  Vaduz frá Liechtenstein í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld kl. 20.00 á Kópavogsvelli.

Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn mun fara fram í Liechtenstein viku seinna.

Forsala miða er hafin í afgreiðslu Smárans og einungis verður hægt að komast inn á völlinn með miða.

Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn.

Nú er mikilvægt að allir Blikar mæti á völlinn og styðji við liðið enda ekki á hverju ári sem liðið er í Evrópukeppni og liðið er staðráðið í að reyna að komast áfram í næstu umferð.