Kolbeinn samdi við Lommel til þriggja ára

Blikinn snjalli Kolbeinn Þórðarson hefur samið við belgíska 1. deildarliðið Lommel til þriggja ára.

Eins og blikar.is var búið að segja frá var knattspyrnudeild Breiðabliks búin að samþykkja tilboð Belganna í þennan unga og efnilega miðjumann. En Kolbeinn átti eftir að ganga fá sínum málum. Það hefur nú gengið eftir og flytur leikmaðurinn snjalli til Lommel á næstu dögum.

Blikar óska Kolbeini til hamingju með þennan samning. Við erum sannfærð að leikmaðurinn eigi eftir að standa sig vel í Belgíu enda hefur hann alla burði til að ná langt í boltanum.