Fjórtánda golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 9. ágúst s.l. Uppselt var í mótið að þessu sinni og komust færri að en vildu.

Glæsileg tilþrif, og stundum stórbrotin, sáust um allan völl og var það mál ókunnugra að þarna færu margir bestu kylfingar landsins. Að venju var ákjósanlegt golfveður þó Kári blési allhressilega á köflum framan af og bæri sum efnileg golfhögg ofurliði, og því verr sem þau flugu hærra. En kylfingar luku leik í brakandi sól og sumarblíðu eins og myndirnar bera með sér og ekki urðu slys á fólki.

Að leik loknum var heljarmikill matarveisla í skála og var þar atgangur allmikill þegar mannskapurinn hamaðist að trogunum og sporðrenndi eldbökuðum súrdeigs flatbökum eins og enginn væri morgundagurinn. Var þá ekki alveg frítt við að sumir legðust í sortir eins og sagt er. Allt fór þó vel og af mikilli kurteisi.

Meðfram þessu var svo hefðbundin verðlaunaafhending ,þar sem hinir fremstu meðal jafningja voru verðlaunaðir ásamt því að dregið var úr skorkortum.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni kvenna:

1.sæti Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti Bryndís Hinriksdóttir
3.sæti Jónína Sanders

Punktakeppni karla:

1.sæti Eysteinn Marvinsson
2.sæti Nils Gústavsson
3.sæti Pétur Már Finnsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti Hanna Bára Guðjónsdóttir
2.sæti Edda Valsdóttir
3.sæti Elín Jóhannesdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti Helgi Ingason
2.sæti Kjartan Einarsson
3.sæti Pétur Andrésson

Lengstu teighögg á 18. Braut:

Hólmfriður Hilmarsdóttir
Pétur Andrésson

Nándarverðlaun :

2. Sveinbjörn Strandberg 29 cm
5. Örn Jónsson 444 cm
9. Nils Gústavsson 123 cm
11. Þorbergur Karlsson 420 cm

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag, veðurguðunum fyrir sitt framlag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur sem endranær.

Boltinn er þarna – ég sá hann fara inn í tréð!

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim einnig færðar bestu þakkir.

ÁG
Málning h.f
Icelandair
ORKAN / Skeljungur
OLÍS
BYKO
HILTI
ERREA
PLT- leikandi lausnir
Aðalstjórn Breiðabliks
Samhentir
GKG
Kaffi Sel
Sportvörur Bæjarlind
Vörður
Tengi
Ölgerðin
Nói Siríus
Bananar
H Verslun (Nike)

Áfram Breiðablik !

Úrslit mótsins á golf.is

OWK

Myndaveisla í boði Mótsstjórnar Breiðablik Open 2019: