Blikar halda áfram á sigurbraut og gerðu góða hluti í sprettþraut í Kjósinni miðvikudaginn 21. ágúst. Vatnið var frekar kalt og þó nokkuð rok en Blikar eru sterkir, innan sem utan og láta ekki ytri aðstæður hefta sig.

Hákon Hrafn Sigurðsson sigraði heildarkeppnina af talsverðu öryggi. Rannveig Guicharnaud sigraði kvennaflokkinn en Blikakonur tóku einnig silfur og brons því Birna Íris Jónsdóttir varð önnur kvenna og Kristín Vala Matthíasdóttir þriðja ( 1 í aldursflokki). Sigurjón Björnsson varð í þriðja sæti í aldursflokki (5.yfir heild). Óskar Örn Jónsson varð þriðji í aldursflokki. Anna Helgadottir varð önnur í sínum flokki og Sigridur Sigurdardottir þriðja. Í byrjendaflokki varð Elsa María Davíðsdóttir í þriðja sæti í kvennaflokki.

Til hamingju vösku Blikar!