Ingvar Ómarsson keppti um helgina á heimsmeistaramótinu í maraþon fjallafhjólreiðum sem fram fór í Svissnesku Ölpunum. Brautin var 95km löng og lá í töluverði hæð yfir sjávarmáli auk þess sem klifrið í keppninni var um 4000m. Ingvar endaði í sæti númer 87 af 188 sem hófu leik (157 sem kláruðu). Ingvari var raðað númer 175 fyrir keppni vegna þess að hann hefur lítið keppt í maraþon fjallahjólreiðum hjá UCI á þessu sumri og því enn betra að klára í topp 50%. Tími Ingvars var 5klst, 8 mínútur og 31 sek og er þetta einn besti árangur sem íslenskur hjólreiðamaður hefur náð frá upphafi. Ingvar byrjaði keppnina yfirvegað en keyrði hraðann upp janft og þétt og var kominn í sæti númer 79 þegar um 20km voru eftir en varð svo að gefa aðeins eftir í lokin. Engu að síður algjörlega frábært hjá Ingvar en þetta var í 3. skipti sem hann keppir á heimsmeistaramóti í maraþonfjallahjólreiðum og smá sárabót fyrir óheppni sem hefur elt hann aðeins í stóru keppnunum erlendis í sumar.