Íslandsmót ungmenna í skák fór fram um helgina. Okkar iðkendur skiluðu fimm titlum af níu í Kópavoginn. Keppt var í fimm aldursflokkum og krýndir níu Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm (nema U16 stúlkur þar sem engin tók þátt). Mótinu var skipt í tvennt þannig að eldri flokkarnir (U16,U14 og U12) mættu um morguninn kl 10 og yngri flokkarnir (U10 og U8) mættu kl 14.

Mótið fór fram í stúkunni við Kópavogsvöll á tveim hæðum og var í umsjón Skákdeildar Breiðabliks. Tefldar voru sjö umferðir með umhugsunartíma 10min+5sek fyrir hádegi og 7min+3sek eftir hádegi. Alls tóku 75 ungmenni þátt og er það svipuð þátttaka eins og undanfarin ár.

U16 ára piltar

Íslandsmeistari Stephan Briem Skákdeild Breiðabliks

 1. Stephan Briem (Breiðablik) 6,5 vinninga
 2. Ásgeir Valur Kjartansson (TR) 2 vinninga

 U14 ára piltar

Íslandsmeistari Benedikt Briem Skákdeild Breiðabliks

 1. Benedikt Briem Breiðablik 6 vinninga
 2. Örn Alexandersson Breiðablik 5,5 vinninga
 3. Benedikt Þórisson TR 4 vinninga

U14 ára stúlkur

Íslandsmeistari Telma Ósk Bergþórsdóttir

U12 ára drengir

Íslandsmeistari Gunnar Erik Guðmundsson Skákdeild Breiðabliks

 1. Gunnar Erik Guðmundsson Breiðablik 7 vinninga
 2. Adam Omarsson TR 5 vinninga
 3. Ingvar Wu Skarphéðinsson 4,5 vinninga

U12 ára stúlkur

Íslandsmeistari Batel Goitom TR

 1. Batel Goitom TR 5,5 vinninga
 2. Iðunn Helgadóttir TR 5 vinninga
 3. Katrín María Jónsdóttir 4 vinninga

U10 ára strákar

Íslandsmeistari Einar Dagur Brynjarsson Víkingaklúbbnum

 1. Einar Dagur Brynjarsson Víkingaklúbbnum 6 vinninga
 2. Mikael Bjarki Heiðarsson Breiðablik 6 vinninga
 3. Bjartur Þórisson TR 5,5 vinninga

U10 ára stelpur

Íslandsmeistari Guðrún Fanney Briem Skákdeild Breiðabliks

 1. Guðrún Fanney Briem Breiðablik 4,5 vinninga
 2. Þórhildur Helgadóttir 3,5 vinninga
 3. Nikola Klimaszewska 3 vinninga

 

U8 ára strákar

Íslandsmeistari Arnar Freyr Orrason Skákdeild Breiðabliks

 1. Arnar Freyr Orrason Breiðablik 6 vinninga
 2. Birkir Hallmundarson Breiðablik 5 vinninga
 3. Lemuel Goitom TR 5 vinninga

U8 ára stelpur

Íslandsmeistari Emilía Embla B Berglindardóttir

 

 1. Emilía Embla B Berglindardóttir 5 vinninga
 2. Wihbet Goitom TR 4 vinninga
 3. Neno Veraja 3 vinninga

Skákstjórar voru Kristófer Gautason og Halldór Grétar Einarsson. Þeim til aðstoðar voru Birkir Karl Sigurðsson og foreldrar úr Skákdeild Breiðabliks.

Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs Kópavog afhenti verðlaun og lék fyrstu leikina í yngstu flokkunum.

Skákdeild Breiðabliks vill þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og foreldrum og gestum fyrir heimsóknina í Kópavoginn. Einnig öllum fyrirtækjum sem styrktu okkur til að gera mótið sem glæsilegast.