Íslandsmeistaramótið í opnum flokki í 25m laug (ÍM25) fór fram um síðustu helgi. Undanrásir voru syntar að morgni hvers dags og úrslit seinni part dagsins. Sundmenn þurfa að ná ákveðnum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt á mótinu og átti Sunddeild Breiðabliks 24 keppendur á mótinu. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel. Íslandsmeistaratitlar í einstaklingsgreinum urðu samtals 11 og sveit félagsins einn í boðsundi.

Patrik Viggó Vilbergsson varð fjórfaldur Íslandsmeistari á mótinu; sigraði 400m fjórsund, 400m, 800m, 1500m skriðsund auk þess að setja piltamet í 800m skriðsundi (flokkur 15-17 ára). Ragna Sigríður Ragnarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari; 400m, 800m og 1500m skriðsundi. Brynjólfur Óli Karlsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í 200m baksundi, 200m flugsundi og 200m skriðsundi. Kristín Helga Hákonardóttir varð Íslandsmeistari í 200m skriðsundi. Einnig varð sveit Breiðabliks Íslandsmeistari í 4x200m skrið kvenna. Sveitina skipuðu; Ragna Sigríður, Freyja Birkisdóttir, Stefanía og Kristín Helga. Blikar fengu 10 silfur og 8 brons í einstaklingsgreinum og 4 silfur og 2 brons í boðsundum. Til hamingju sundfólk og þjálfarar!

Nánari úrslit hjá okkar fólki urðu eftirfarandi:

400m fjór
1.sæti Patrik

1500m skrið
1.sæti Ragna Sigríður
3.sæti Freyja

200m bak
3.sæti Stefanía

200m skrið
1.sæti Brynjólfur Óli
2.sæti Kristófer Atli

200m bringa
2.sæti Óskar Gauti

100m skrið
2.sæti Kristín Helga

100m bak
2.sæti Brynjólfur Óli

200m fjór
2.sæti Stefanía

800m skrið
1.sæti Patrik
2.sæti Kristófer Atli

400m fjór
2.sæti Stefanía

1500m skrið
1.sæti Patrik
2.sæti Kristófer Atli
3.sæti Róbert Andri

50m bak
3.sæti Brynjólfur Óli

200m skrið
1.sæti Kristín Helga

200m flug
1.sæti Brynjólfur Óli

800m skrið
1.sæti Ragn Sigríður
3.sæti Freyja

400m skrið
1. sæti Ragna Sigríður
3.sæti Kristín Helga

400m skrið
1.sæti Patrik
2.sæti Kristófer Atli
3.sæti Róbert Andri

200m bak
1.sæti Brynjólfur Óli
2.sæti Patrik

50m skrið
3.sæti Kristín Helga

4x50m skrið kvenna
2.sæti sveitina skipuðu; Kristín Helga, Fanney Lind, Stefanía og Ragna Sigríður.
4x50m skrið karla
2.sæti sveitina skipuðu; Brynjólfur Óli, Kristófer Atli, Róbert Andri og Óskar Gauti.
4x100m fjór karla
3.sæti sveitina skipuðu; Brynjólfur Óli, Óskar Gauti, Róbert Andri og Patrik.

4x50m skrið blönduð sveit
3.sæti – sveitina skipuðu; Patrik, Brynjólfur, Stefanía og Kristín Helga

4x100m skrið karla
3.sæti – sveitina skipuðu; Brynjólfur Óli, Kristófer Atli, Róbert Andri og Patrik

4x100m skrið kvenna
2.sæti – sveitina skipuðu; Stefanía, Fanney Lind, Ragna Sigríður og Kristín Helga.

Mynd: Hákon Ágústsson