Freyja Birkisdóttir

Sundhluta RIG- Reykjavík International Games var haldinn í Laugardalslaug sl. helgi. Mótið var stórt og sterkt með 315 keppendur og þarf af 115 erlendum frá Grænlandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Danmörk og Tékklandi. Allt besta sundfólk Íslands keppti á mótinu auk erlendra keppenda sem eru verðlaunahafar á evrópumótum, heimsmeistaramótum og ólympíufarar.

Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum, 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Sunddeild Breiðabliks átti 21 keppendur sem stóðu sig mjög vel. Við áttum marga keppendur í úrslitum á mótinu og einnig sundmenn í verðlaunasætum. Freyja Birkisdóttir náði lágmarki á NÆM (Norðurlandamót unglinga) í 800m skriðsundi sem fer fram í Litháen fyrstu helgina í júní. Freyja vann til 5 gullverðlauna og fékk 1 silfur í flokki 14 ára og yngri. Patrik Viggó Vilbergsson vann til 3 gullverðlauna og fékk 1 silfurverðlaun og Brynjólfur Óli Karlsson vann til 2 gullverðlauna og fékk 1 brons.

Helstu úrslit:

 

14 ára og yngri:

400m skrið
1.sæti Freyja Birkisdóttir
3.sæti Vigdís Tinna Hákonardóttir

100m bringa
2.sæti Freyja Birkisdóttir
3.sæti Ragnheiður Milla Bergsveinsdóttir

200m fjór
1.sæti Freyja Birkisdóttir

200m bringa
2.sæti Ragnheiður Milla Bergsveinsdóttir

100m flug
1.sæti Freyja Birkisdóttir

200m skrið
2.sæti Vigdís Tinna Hákonardóttir

50m bringa
3.sæti Vigdís Tinna Hákonardóttir

50m flug
1.sæti Freyja Birkisdóttir

800m skrið

1.sæti Freyja Birkisdóttir

 

15 ára og eldri

200m bak
2.sæti Stefanía Sigurþórsdóttir

100m bak
1.sæti Brynjólfur Óli Karlsson

200m skrið
1.sæti Patrik Viggó Vilbergsson

50m bak
3.sæti Brynjólfur Óli Karlsson

400m skrið
1.sæti Patrik Viggó Vilbergsson

200m bak
1.sæti Brynjólfur Óli Karlsson
2.sæti Patrik Viggó Vilbergsson

200m skrið
3.sæti Kristín Helga Hákonardóttir
1500m skrið

1.sæti Patrik Viggo Vilbergsson

800m skrið

2.sæti Ragna Sigríður Ragnarsdóttir

 

Í morgun lagði svo stór hópur sundmanna frá Íslandi af stað í æfingaferð til Tenerife á vegum Sundsambands Íslands sem stendur yfir í viku. Þeir sem fengu boð um þátttöku var sundfólk sem tók þátt í EM25 og NM í lok árs 2019.Sunddeild Breiðabliks á sjö sundmenn í hópnum en þau eru; Brynjólfur Óli Karlsson, Freyja Birkisdóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Kristófer Atli Andersen, Patrik Viggó Vilbergsson, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir yfirþjálfari Sunddeild Breiðabliks fór sem annar tveggja þjálfara og Guðlaug Björnsdóttir stjórnarmaður í sunddeildinni fór einnig með.