Það var hann Viðar Ólafsson sem hreppti fyrsta vinning í hinu árlega Jólahappdrætti Breiðabliks.
 
Vinningurinn hljóðaði upp á ferð fyrir tvo á knattspyrnuleik erlendis með VITA Sport, að verðmæti 250.000kr.
Vinningsmiðann keypti Viðar af barnabarni sínu sem æfir körfubolta með Breiðabliki.
 
Það er skemmtilegt frá því að segja að Viðar var á leiðinni að velja allt annan miða þegar hann svo ákvað að leyfa barnabarninu að ráða, með fyrrgreindum “afleiðingum”!
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá Lúðvík Arnarson, forstöðumann VITA Sport, afhenda Viðari gjafabréfið.
 
Við óskum Viðari og öllum öðrum vinningshöfum innilega til hamingju.
Einnig viljum við, enn og aftur, þakka kærlega fyrir stuðninginn.