markús

Þau gleðitíðindi urðu á Meistaramóti Íslands í Fjölþrautum þann 8. febrúar sl. að Markús Birgisson bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut í flokki 15 ára og yngi. Metið er enn ein rós í hnappagat þessa fjölhæfa íþróttamans og vert er að fylgjast með honum í framtíðinni þar sem líklegt er að hann láti að sér kveða í íslenska frjálsíþróttaheiminum.

Fimmtarþraut er fjölþraut sem samanstendur af 60 metra grindarhlaupi, kúluvarpi, langstökki, hástökki og 800metra hlaupi og lauk Markús þrautinni með 2651 stig sem er bæting á gamla Íslandsmetinu um 7 stig.

Árangur Breiðabliks á mótinu var með allra besta móti, og vann okkar fólk til flestra verðlauna allra liða á mótinu auk þess sem fjölmörg persónuleg met féllu.