Sóley Margrét Jónsdóttir er gengin til liðs við kraftlyftingadeild Breiðabliks.

Sóley er fædd 2001 og uppalin á Akureyri en er nú flutt í Kópavoginn. Sóley hefur unnið til fjölda verðlauna hérlendis sem erlendis og er núverandi Heims- og Evrópumeistari í stúlknaflokki. Þess er vert að geta að Sóley er ekki einungis framúrskarandi í sínum aldursflokki heldur er hún einnig sjöunda á heimslistanum í opnum flokki. Sóley var kjörin kraftlyftingakona ársins 2019.

Við bjóðum Sóleyju hjartanlega velkomna í raðir Breiðabliks.