Norðurlandamót skákfélaga í netskák fór fram um páskana og tóku 67 sex manna sveitir frá öllum Norðurlöndunum þátt. Breiðablik sendi tvær sveitir til leiks. Eina sveit sem var skipuð okkar sterkustu skákmönnum sem eru þrír ungir og efnilegir skákmenn fæddir 2003 ásamt fjórum eldri og reyndari. Hin sveitin var skipuð skák-krökkum á grunnskólaaldri, góð blanda úr flestum skólum Kópavogs. Margar sveitir á Norðurlandamótinu höfðu á að skipa sterkum stórmeisturum og margar skreyttu sig líka með aðkeyptum atvinnumönnum. A-sveitin Breiðabliks endaði í áttunda sæti með 20 stig af 28 mögulegum, sem var langt yfir væntingum því sveitinni var stillt upp í 23.sæti í styrkleikaröðinni.

Úrslit mótsins:

Nánar hérna

Eftrifarandi skákmenn tefldu fyrir A-sveitina:
1. Halldór Grétar Einarsson 5,5 vinninga af 12
2. Stephan Briem 5,5 vinninga af 12
3. Guðmundur Stefán Gíslason 11 vinninga af 12
4. Arnar Milutin Heiðarsson 6,5 vinninga af 14
5. Vignir Vatnar Stefánsson 8 vinninga af 10
6. Magnús Pálmi Örnólfsson 9,5 vinninga af 14
Varamaður: Hlíðar Þór Hreinsson 4 vinninga af 8

Eftirtaldir skákmenn tefldu fyrir unglingasveitina sem stóð sig mjög vel á móti eldri og sterkum andstæðingum:

1.Benedikt Briem 7,5 vinninga af 10
2.Gunnar Erik Guðmundsson 6,5 vinninga af 12
3.Óttar Örn Bergmann Sigfússon 4 vinningaaf 10
4.Matthías Björgvin Kjartansson 3 vinninga af 10
5.Mikael Bjarki Heiðarsson 2 vinninga af 8
6.Birkir Hallmundarson 2,5 vinninga af 10
Varamenn
1.Jóhann Helgi Hreinsson
2.Arnar Logi Kjartansson

Nánar í fréttum á skák.is