Ágætu iðkendur og forráðamenn Breiðabliks

Æfingar barna og ungmenna hefjast að nýju í dag, mánudaginn 4. maí. Við höfum verið að nýta síðustu daga í að skipuleggja fyrirkomulag æfinga. Eins og fram hefur komið eru engar fjöldatakmarkanir iðkenda í íþróttastarfi barna á leik- og grunnskólastigi svo æfingar verða með eðlilegum hætti þar. Einhverjar breytingar eru á æfingatöflu og munu þjálfarar upplýsa iðkendur og forráðamenn um þær. Hafa þarf í huga að búningsklefar eru lokaðir og fjöldatakmarkanir gilda um foreldra (50 manns) og af þeim sökum getum við ekki tekið á móti forráðamönnum nema hjá iðkendum á leikskólaaldri. Hjá iðkendum á framhaldsskólastigi og eldri verður skipt í 7 manna æfingahópa sem æfa á 2000 fermetra svæði undir handleiðslu þjálfara og tveggja metra nándarregla er í gildi. Þjálfarar þessarra hópa/flokka munu senda nánari upplýsingar um fyrirkomulag æfinga svo sem hverjir eru í hvaða æfingahópi, útskýringar á svæðaskiptingu og reglur sem takmarka blöndun æfingahópa til að koma í veg fyrir smit.

Við mælumst einnig til þess að allir fari varlega og sinni sóttvörnum.
Tilmæli til iðkenda, foreldra og starfsmanna:
• Þvo þarf hendur vandlega fyrir og eftir æfingar. Hægt er að spritta sig þegar æft er innanhús og við hvetjum iðkendur til að vera með hanska þegar æft er utanhús.
• Allur búnaður verður sótthreinsaður eftir æfingar.
• Búningsklefar eru lokaðir en iðkendur hafa aðgang að salerni og eru beðnir um að koma með brúsa að heiman með vatni í.
• Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í æfingahúsnæði félagsins nema brýna nauðsyn beri til.
• Óheimilt er að fylgjast með æfingum barna og ungmenna nema hjá iðkendum á leikskólaaldri þar sem virða ber takmarkanir um 50 fullorðna á svæðinu á hverjum tíma.
• Aukastarfsmenn verða á svæðinu til að aðstoða þegar yngstu börnin koma á æfingar.
Iðkendur eiga að að mæta tilbúin í íþróttafötunum og mæta aðeins 5 mínútum fyrir sína æfingu. Börn sem koma með frístundavagninum fá aðstöðu til að geyma dótið sitt.
Frístundarútan byrjar að keyra í dag, mánudaginn 4. maí, samkvæmt tímaplani.

Allar fyrirspurnir skulu sendar á eftirfarandi aðila:
varðandi knattspyrnu – hakon@breidablik.is
varðandi körfubolta – ivar@breidablik.is
varðandi allar aðrar deildir – arnordadi@breidablik.is