Sumarnámskeið Breiðabliks 2020 

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2008 til 2013 og verður skipulögð dagskrá frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga.

Boðið verður upp á;

  • Ævintýranámskeið
  • Frjálsíþróttanámskeið
  • Knattspyrnunámskeið
  • Körfuboltanámskeið
  • Karatenámskeið
  • Skáknámskeið
  • Sundnámskeið
  • Hjólreiðanámskeið (Einungis ætlað börnum f. 2008-2012, námskeiðin eru í Smáranum)

 

Tímatafla og staðsetning námskeiða

SMÁRINN

Vika 24 25 26 27 28-29 30 31 32 33
Dags. 08.06-

12.06

15.06-19.06 22.06-26.06 29.06-03.07 SUMARLEYFI 20.07-24.07 27.07-31.08 04.08-07.08 10.08-14.08
Ævintýranámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Frjálsíþróttanámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Körfuboltanámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Karatenámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Skáknámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Knattspyrnunámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Hjólreiðanámskeið

(10-12 ára)

9-12

13-16

9-12

13-16

9-12 9-12
Hjólreiðanámskeið

(8-9 ára)

9-12

13-16

9-12

13-16

9-12 9-12

 

FAGRILUNDUR

Vika 24 25 26 27 28 29 30 31
Dags. 08.06-

12.06

15.06-19.06 22.06-26.06 29.06-03.07 06.07-10.07

 

13.07-17.07 20.07-24.07

 

27.07-31.07
Ævintýranámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Frjálsíþróttanámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Körfuboltanámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Knattspyrnunámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16

Verðskrá

Verð fyrir eina viku Verð kr.
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.) 7.300
Hádegismatur 3.850
Gæsla 1 klst. á dag 2.000
 
  • Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
  • Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi námskeiðum.
  • Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti en það er einn nestistími á hverju námskeiði.
  • Í Smáranum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá 8.00-9.00 og 16.00-17.00.
  • Ekki er boðið upp á mat eða gæslu í Fagralundi.
  • ATH vikurnar 6.-10.júlí og 13.-17.júlí eru einungis námskeið í Fagralundi, ekki Smáranum.

Hér má sjá upplýsingar um hvar er mæting á hvert námskeið fyrir sig.

Námskeið í Smáranum sem byrja klukkan 9:00:

Það er mæting á námskeiðin klukkan 9:00 í íþróttasal Smárans. Þar finna börnin sína leiðbeinendur en hvert og eitt námskeið er merkt á ákveðnum stað í íþróttasalnum sem krakkarnir mæta á alla vikuna. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn finni leiðbeinanda hvers námskeið og láti vita að barnið er mætt á námskeiðið, leiðbeinendur mæta 5 mínútum áður en námskeiðið byrjar. Að gefnu tilefni er ekki leyfilegt að mæta hálftíma fyrir námskeiðið og skilja barnið sitt eftir í Smáranum, ef það er þörf á því að mæta snemma með barnið er hægt að skrá það í gæslu frá 8:00-9:00 en gæslan er í veitingasal Smárans á 2.hæð og skráning fer fram í gegnum Nóra.

Mikilvægt er að sækja barnið á réttum tíma ef barnið er ekki að fara á annað námskeið eftir hádegi. Ef barnið er á öðru námskeiði eftir hádegi er best að skrá barnið í hádegismat því þá er barninu fylgt í mat, síðan í gæslu og að lokum á næsta námskeið eftir hádegi. Börnin eru sótt í innganginn í Smáranum.

 

 Námskeið í Smáranum sem byrja klukkan 13:00:

Frjálsíþróttanámskeið: Mæting í íþróttasal Smárans.
Knattspyrnunámskeið: Mæting í tengibygginguna við Fífuna.

Námskeið í Fagralundi, bæði námskeiðin klukkan 9:00 og 13:00:

Mæting á námskeiðin er í innganginn í Fagralundi. Þar finna börnin sinn leiðbeinanda en mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn finni leiðbeinanda námskeiðsins og láti vita að barnið er mætt á námskeiðið, leiðbeinendur mæta 5 mínútum áður en námskeiðið byrjar. Að gefnu tilefni er leyfilegt að mæta hálftíma fyrir námskeiðið og skilja barnið sitt eftir í Fagralundi.

ATH á körfuboltanámskeiðinu er mæting í íþróttasalinn niðri í Fagralundi.

ATH bannað er að koma með hnetur í nesti þar sem iðkendur á námskeiðunum eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum.

Foreldrum/forráðamönnum barna með sérþarfir býðst að sækja um stuðning fyrir börn sín á almenn sumarnámskeið og hvetjum við foreldra til að nýta sér það. Hér er linkur sem hægt er að sækja um stuðning: https://sumar.kopavogur.is/hrafninn-trod/serst-sumarst/

 

*Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið eða færa þau milli staða ef ekki næst lágmarks þátttaka. Félagið áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð, hámarksfjöldi er mismunandi eftir námskeiðum.

*Félagið áskilur sér rétt til að breyta dagskránni (t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeiðið). Börnin eru beðin um að koma í íþróttafötum og helst í íþróttaskóm og klædd eftir veðri ef útivera er á dagkrá!

Hægt verður að skrá börn á námskeið og í gæslu frá og með 2. maí en allar upplýsingar um skráningarferlið er að finna á heimasíðu Breiðabliks – Skrá iðkanda í sumarnámskeið

 

Yfirumsjón með námskeiðunum hefur Sóllilja Bjarnadóttir, félagsfræðingur og landsliðskona í körfuknattleik. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Halldór í gegnum tölvupóst: halldor@breidablik.is

 

Lýsing á námskeiðum:

Á Fótbolta-,Frjálsíþrótta-, Karate-, Körfubolta-, Sund- og Skáknámskeiðum verða undirstöðuatriði greinanna kynnt fyrir iðkendum í bland við skemmtilega leiki sem henni tengjast.

Á Ævintýranámskeiðunum verður farið í ýmislega leiki, íþróttir, göngutúra og fjöruferðir svo eitthvað sé nefnt.

Hjólareiðanámskeið eru ætlað börnum fæddum 2008-2012 og er hámarksfjöldi 15 manns. Iðkendur þurfa að mæta með sín eigin hjól og hjálm. Hjólað verður um skemmtilega og áhugaverða staði í Kópavogi og bæjarfélögum í kring. Farið verður yfir helstu hjólreiðarreglur s.s. hvernig á að hjóla í hóp, stöðva, hætta framundan, hola í vegi, o.s.frv. Stígar og fjallahjólastígar verða kannaðir og náttúrunnar notið í góðum félagsskap.

**Sundnámskeið

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið í Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.

Sjá nánar á  https://breidablik.is/sund/sumar-sundnamskeid/