Í síðustu viku heimsóttu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Rasmus Christiansen, leikmaður Vals, Píeta samtökin og afhentu þeim rúmar 450.000kr.

Upphæðin safnaðist í kringum æfingaleik liðanna sem fram fór á Kópavogsvelli sunnudaginn 31.maí.

Allur aðgangseyrir rann til styrktar þessa góða málefnis.

Þess má geta að leikmenn og starfsteymi beggja liða borguðu sig inn á leikinn ásamt því að dómarar leiksins létu launin sín renna í þennan sama styrktarsjóð.