Við áætlum að Íþróttaskóli Breiðabliks fari aftur af stað laugardaginn 5. september 2020 þ.e. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30 í Smáranum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið: https://breidablik.felog.is/.

Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að mæta með kvittun (útprentaða eða skjáskot) á fyrstu æfingu og fá þá klippikortið afhent í afgreiðslu Smárans. 10 tíma klippikort kostar kr. 15.000 og 5 tíma kort kr. 8.000.

Klippikortið er hægt að nota fyrir og eftir áramót og fleiri en tveir geta notað sama kortið. Hugsanlega verða einhverjar ráðstafanir og takmarkanir vegna Covid19 en þær verða auglýstar betur þegar nær dregur.

Til að byrja með mun aðeins vera einn fylgdarmaður leyfður með hverju barni.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://breidablik.is/ithrottaskolibreidabliks/

Hlökkum til að sjá ykkur!”