Íþróttaskólinn á laugardaginn. 6. febrúar verður með takmörkunum.

Það verður áfram grímuskylda og eingöngu eitt foreldri með hverju barni. Jafnframt biðjum við foreldra um að halda 2 metrum sín á milli eins og hægt er, spritta sig bæði fyrir og eftir tímann og vera heima ef þið finnið fyrir einkennum.

Við munum skipta salnum í tvö hólf og verða 25 fullorðnir í hvoru hólfi auk þjálfara. Einnig verðum við með tvo innganga til að koma í veg fyrir skörun hópa.

Jafnframt biðjum við ykkur um að mæta ekki meira en 5 mín fyrir tímann til að lágmarka hópamyndun.

Tímarnir verða 45 mín og biðjum við ykkur um að vera snögg út úr húsinu áður en næsti hópur mætir.

Tímarnir verða aldursskiptir og þarf að skrá sig fyrirfram á https://breidablik.felog.is/ og má gera ráð fyrir að færri komast að en vilja.

Við viljum biðja ykkur um að sýna þessum takmörkunum skilning, skrá ykkur tímanlega og passa að mæta í réttan inngang á laugardaginn. Takk kærlega