Hjólreiðadeild Breiðabliks

Um síðustu helgi stóð Hjólreiðadeild Breiðabliks fyrir fjáröflun fyrir félagsmann sinn sem missti eitt það dýrmætasta – heilsuna. Félagsmenn keyptu lög inn á lagalista fyrir hjólatíma á laugardaginn og það sem betra var, það var hægt að kaupa lög út af listanum. Toppurinn var svo að það var hægt að festa lag á listanum. Úr varð góð vondulagakeppni sem braut upp hversdagslega janúardaga, félagsmenn skemmtu sér stórvel á laugardagsæfingunni og án fyrirhafnar safnaði deildin rúmlega 400.000 kr. sem léttir undir með okkar kæra félagsmanni.

Hjólreiðadeildin telur rúmlega 200 félagsmenn og þrátt fyrir Covid hefur samstaða og  húmor einkennt þennan frábæra félagsskap – áfram Breiðablik!