Skákdeild Breiðablik stendur fyrir Skákþingi Kópavogs sem fram fer dagana 4-6 mars í húsnæði Siglingafélagi Ýmis.

Keppt er um titilinn Skákmeistari Kópavogs 2021, og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi, eða eru félagsmenn í Skákdeild Breiðabliks, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Fyrir 18 ára og eldri 2000 kr. (Frítt fyrir félagsmenn Skákdeildar Breiðabliks)

Frítt fyrir yngri 17 ára og yngri.

Allar frekari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.