Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks var haldinn þriðjudaginn 6. apríl 2021 í gegnum Zoom. Hefðbundin aðalfundarstörf voru á dagskrá þar sem farið var yfir síðasta starfsár deildarinnar sem var mjög öflugt, þrátt fyrir miklar áskoranir í umhverfinu. Heiðar Ásberg Atlason var kjörinn nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks en hann tekur við af Kristófer Gautasyni sem hefur verið formaður sl. 2 ár.

Stjórn Skákdeildar Breiðabliks 2020-2021:

Heiðar Ásberg Atlason, formaður

Kristín Jónsdóttir, gjaldkeri

Agnar Tómas Möller
Birkir Karl Sigurðsson

Guðný Sigurðardóttir

Hallmundur Albertsson

Kristófer Gautason

Varamaður er Arnar Ingi Njarðarson