Íslandsmeistaramótiið í 50m laug fór fram í Laugardalslauginni nú um helgina. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel og margir bættu sína bestu tíma. Einnig voru nokkrir sem voru að synda í fyrsta skipti í úrslitum og einnig voru nokkrir sundmenn sem nældu sér í sín fyrstu verðlaun á Íslandsmeistaramóti sem er svo geggjað!
Bestum árangri Blika, af öðrum ólöstuðum, náði Freyja Birkisdóttir. Hún sló tvö stúlknamet (15-17 ára) en hún er 15 ára og því á yngsta árinu í þessum flokki. Hún bætti metin í 800m og 1500m skriðsundi og náði EMU (Evrópumeistaramót unglinga) lágmörkum í þeim greinum, auk þess að vera áður búin að ná í 400m skriðsundi. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari í 800m, 1500m skriðsundi og 200m flugsundi. Patrik Viggó Vilbergsson varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari í 200m baksundi, 800m skriðsundi og 1500m skriðsundi. Kristín Helga Hákonardóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 200m og 400m skriðsundi og náði EMU lágmörkum í þeim greinum auk í 100m skriðsundi þar sem hún varð í 2.sæti. Stefanía Sigurþórsdóttir varð Íslandsmeistari í 200m baksundi. EMU fer fram í Róm í júlí og Breiðablik á tvo sundmenn af þeim fjórum á Íslandi sem hafa enn sem komið er náð lágmörkum á það mót. Guðmundur Karl Karlsson er búinn að ná lágmörkum á NÆM sem er Norðurlandamót æskunnar sem fer fram í Litháen í júlí.
Sunddeild Breiðabliks hlaut 9 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum og einnig urðu stelpurnar Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi en sveitina skipuðu; Stefanía, Nadja, Kristín Helga og Freyja. Sundfólkið okkar vann einnig til sjö silfurverðlauna og fengu fjögur brons í einstaklingsgreinum. Í boðsundum hlaut Breiðablik ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Verðlaun okkar sundfólks:
Fyrsti keppnisdagur:
400m skriðsund
1.sæti Kristín Helga – Íslandsmeistari
2.sæti Freyja
400m skriðsund
2.sæti Patrik Viggó
3.sæti Gústav Ragnar
200m flugsund
1.sæti Freyja – Íslandsmeistari
200m baksund
1.sæti Patrik Viggó – Íslandsmeistari
4x200m skriðsund
1.sæti Breiðablik – Íslandsmeistarar (Stefanía, Nadja, Kristín og Freyja)
4x200m skriðsund
3.sæti Breiðablik – sveitina skipuðu; Guðmundur Karl, Gústav Ragnar, Huginn og Patrik Viggó
Annar keppnisdagur:
200m skriðsund
1.sæti Kristín Helga – Íslandsmeistari – EMU
2.sæti Nadja
100m bringusund
3.sæti Ragnheiður Milla
100m baksund
2.sæti Stefanía
800m skriðsund
1.sæti Freyja – Íslandsmeistari og stúlknamet – EMU
2.sæti Kristín Helga
1500m skriðsund
1.sæti Patrik Viggó – Íslandsmeistari
3.sæti Gústav Ragnar Kristjánsson
Stelpurnar enduðu í 2.sætinu í 4x100m skriðsundi en sveitina skipuðu; Stefanía, Nadja, Kristín Helga og Freyja.
Þriðji keppnisdagur:
1500m skriðsund
1.sæti Freyja – Íslandsmeistara – EMU
200m baksund
1.sæti Stefanía – Íslandsmeistari
200m skriðsund
3.sæti Guðmundur Karl – NÆM
100m skriðsund
2.sæti Kristín Helga – EMU
200m fjórsund
2.sæti Stefanía
800m skriðsund
1. Patrik Viggó – Íslandsmeistari
2. Gústav Ragnar
4x100m fjórsund
3.sæti Breiðablik – sveitina skipuðu; Stefanía, Ragnheiður Milla, Feyja og Kristín Helga
Mynd: Golli fyrir SSÍ.