Íslandsmeistaramót barna í kata (11 ára og yngri) fór fram í í maí hjá okkur í Smáranum og var keppt bæði í einstaklings og liðakeppni og stóðu Blikar sig vel í dag.
Linda Pálmadóttir átti mjög góðan dag og er Íslandsmeistari í kata 9 ára og yngri stúlkna og var einnig með silfur í hópkata 9 ára og yngri með liðsfélögum sínum Bjarka Frey og Alexi Þór Ólafssyni. Guðmundur Kári Albertsson, Elías Bote og VIlgot Kári Daníelsson fengu brons í hópkata í sama flokki.
Linda Pálmadóttir með verðlaunin sín
Harpa Mjöll Arnarsdóttir fékk silfur í kata 9 ára stúlkna, Alex Þór Ólafsson með silfur í kata 9 ára pilta og svo Svava Eggertsdóttir með brons í lata 10 ára stúlkna.
Flottur dagur: 1 gull, 3 silfur og 2 brons.
Liðsstjórar, mótanefnd, sjálfboðaliðar og dómarar eiga hrós skilið fyrir daginn og helgina.