Föstudaginn 10. september verður haldið námskeið í Sporthúsinu um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þá þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra.

Fyrirlesari er Dr. Amöndu Johnson sem hefur m.a. starfað sem yfirsjúkraþjálfari yngri landsliða karla og kvenna Englands í knattspyrnu og í 10 ár hjá Man.Utd á þeim tíma þegar Alex Ferguson var við stjórnvölin.

Að auki munu tveir sjúkraþjálfarar sem hafa mikla reynslu af því að vinna með íþróttafólki leiðbeina á námskeiðinu. Um er að ræða Hildi Kristínu Sveinsdóttur og Stefán Ólafsson.

Þeir sem standa að námskeiðinu er hópur sjúkraþjálfara sem hefur það m.a. að markmiði að efla endurhæfingu íslensks íþróttafólks. Liður í því er að efla fræðslu um bæði meðhöndlun og forvarnir.

Við hvetjum alla þá sem starfa með ungu íþróttafólki til að kynna sér málið betur.

Nánari upplýsingar um viðburðinn, fyrirlesara og leiðbeinendur má nálgast inn á tix.is