Nýtt!
Rafíþróttir hjá Breiðablik.
Rafíþróttadeild Breiðabliks er farin af stað með skipulagðar æfingar í rafíþróttum.
Deildin vill gefa börnum og unglingum í Kópavogi kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að tölvuleikjum.
Æft er tvisvar sinnum í viku á “Þjóðarleikvangi Rafíþrótta”.
Um er að ræða Arena Gaming Ísland sem er splunkuný tölvuleikjamiðstöð sem opnar núna í september á besta stað, nánar tiltekið á Smáratorgi.
Arena býður upp á stærstu og líklega bestu aðstöðu landsins þegar kemur að rafíþróttum.
Ásamt öllum búnaði þá mun Arena einnig sjá um að útvega vel menntaða þjálfara.
Leikirnir sem verða í boði þessa önnina eru:
Minecraft, Roblox, FIFA, Rocket League, Overwatch, CS-GO, Valorant að ógleymdu rafíþróttamixinu.