Í gær, fimmtudaginn 9. september, skráði meistaraflokkur kvenna sig á spjöld sögunnar.
Það gerðu þær með því að leggja króatíska meistaraliðið Osijek nokkuð öruglega að velli, 3-0.
Mörkin skoruðu Hildur Antonsdóttir á 9. mín, Taylor Ziemer á 10. mín og Agla María á 48. mín.
Með sigrinum tryggðu stelpurnar sér sæti, fyrst allra íslenskra liða, í 16 liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Á mánudaginn næstkomandi, 13. september, verður dregið í fjóra fjögurra liða riðla.
Um er að ræða glænýtt fyrirkomulag kvennamegin sem lengi hefur verið notað karlamegin.
Á meðfylgjandi forsíðumynd má sjá liðin sem að stelpurnar okkar geta dregist á móti.
Þær geta hinsvegar ekki dregist á móti Arsenal, Lyon og Wolfsburg þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki(#2).
Spilað er heima og að heiman við öll liðin í riðlinum, þ.a.s. sex leikir, frá október og fram í desember.
Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan í Smáranum!