Það voru kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Laugardalnum í gærkvöldi þegar að úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna fór fram.

Þar unnu stelpurnar okkar frábæran 4-0 sigur á Þrótti Reykjavík.

Mörk Blika skoruðu Karítas(tvö mörk), Hildur Antons og Tiffany.

 

Þjóðarleikvangur okkar Íslendinga virtist vera í toppstandi og veðrið var með besta móti, sérstaklega miðað við það að októbermánuður er genginn í garð.

Léttskýjað, nánast logn og um 6 gráðu lofthiti.

Stemmningin í stúkunni var frábær og áhorfendafjöldinn var ekki fjarri metinu.

Bestu þakkir til Þróttara fyrir flotta viðureign.

 

Innilega til hamingju með titillinn stelpur! 💚

 

Tímabili stelpnanna er samt hvergi nærri lokið en nú tekur við riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fyrsti leikurinn af sex er strax á miðvikudaginn næstkomandi en þá kemur stórlið PSG í heimsókn á Kópavogsvöll.

Fyllum stúkuna og styðjum stelpurnar okkar um leið og þær halda áfram að skrifa íslenska knattspyrnusögu!

Miðasala í fullum gangi hér.

 

Myndir frá leiknum má nálgast hér.