,,Aukaæfingin skapar meistarann” – (5. og 6.fl) 
 
Knattspyrnudeild Breiðabliks býður upp á námskeiðið ,,Aukaæfingin skapar meistarann“ sem er viðbótarþjónusta fyrir þá iðkendur sem vilja taka meiri framförum. 
 
Áhersluþættir námskeiðsins eru ýmsar tækniæfingar svo sem: knattrak, sendingar, móttaka og skot ásamt undirstöðuatriðum varnarleiks og sóknarleiks. 
 
Námskeiðið er opið öllum í 6. og 5. flokki karla og kvenna.
Æfinganar fara fram í Fífunni kl. 06:40-07:40 á mánudögum í 6 vikur frá 8.nóv-13.des. 
 
Leiðbeinendur námskeiðsins eru þjálfarar knattspyrnudeildar Breiðabliks. Á hverja 8-10 iðkendur verður 1 þjálfari. 
 
Námskeiðið kostar 16.000kr og innifalið í því eru sex æfingar, 60mín hver og ávöxtur að lokinni hverri æfingu. 
 
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
 
8. nóv – Knattrak
15. nóv – Sendingar
22. nóv – Móttaka
29. nóv – Skot
6. des – Varnarleikur
13. des – Sóknarleikur
 
Skráningin opnar í Sportabler kl 12:00 föstudaginn 5.nóv. 
 
Hér mun skráningin birtast um leið og hún opnar:
 
Takmörkuð sæti í boði.
Í vor var uppselt!