Miðasala er hafin á heimaleik númer tvö hjá stelpunum okkar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Fimmtudaginn 18. nóvember kemur úkraínska liðið Kharkiv í heimsókn.
Leikurinn hefst klukkan 17:45 á Kópavogsvelli.
Búast má við hörkuleik þar sem bæði liðin eru í leit að sínu fyrstu stigum í riðlinum.
Ekki missa af Meistaradeildarkvöldi í Smáranum.
Mætum og styðjum stelpurnar í keppni sextán bestu liða í álfunni!
Síðast var uppselt!
Tryggðu þinn miða sem fyrst hér: