Ingvar og Elín Kolfinna

Hjólreiðadeild Breiðabliks hélt uppskeruhátíð sína um síðustu helgi og tilnefndi jafnframt hjólreiðafólk deildarinnar. Efnilegustu hjólararnir (undir 20 ára) voru valin Helgi Valur Wedholm og Natalía Erla Cassata. Árið 2021 var fyrsta ár Helga Vals í hjólreiðum og hann tók þátt í nokkrum mótum í byrjun sumars og stóð sig vel. Natalía hefur æft í rúm 2 ár hjá deildinni og í sumar var hún bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari í tveimur hjólreiðagreinu; criterium og götuhjólreiðum

Elín Kolfinna Árnadóttir var valin hjólreiðakona ársins. Hún hefur æft hjá deildinni í tvö ár og hefur tekið miklum framförum. Hún varð Íslandsmeistari í U23 bæði í tímatöku og götuhjólreiðum.
Þá fór Elín Kolfinna til Svíþjóðar í sumar og keppti í fyrsta sinn á erlendri grundu á PostNord U6 Cycle Tour þar sem nú náði góðum árangri og tók þátt í EM í götuhjólreiðum á Ítalíu í september þar sem hún gerði góða hluti.

Ingvar Ómarsson var valinn hjólreiðamaður ársins. Hann hefur verið hjá deildinni í 4 ár og hefur orðið margfaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari á þeim tíma og varð þrefaldur Íslandsmeistari í sumar í götuhjólreiðum, fjallahjólreiðum og maraþonfjallahjólreiðum. Á þessu ári náði Ingvar þeim frábæra árangri að komast inn á topp 100 á stigalista Alþjóðahjólreiðasambandsins í maraþonfjallahjólreiðum og er sem stendur í 47. sæti eftir að hafa náð hæst í 45. sæti. Hann hefur farið í 5 keppnisferðir erlendis á 6 mánuðum til að taka þátt í keppnum sem veita stig á stigalistann. Ingvar var jafnframt valinn hjólreiðamaður ársins hjá Hjólreiðasambandi Íslands (HRÍ) en það er í 8. skipti í röð sem hann hlýtur þann titil sem hlýtur að teljast einsdæmi hjá sérsambandi innan ÍSÍ.

Bikarmeistarar hjólreiðadeildarinnar í HRÍ mótum voru einnig krýndir um helgina en það eru:

Criterium
Junior (17-18 ára): Natalía Erla Cassata
Master 40-49 ára: Íris Ósk Hjaltadóttir
Master 50-59 ára: Kristrún Lilja Daðadóttir

Fjallahjólreiðar
Master 40-49 ára: Berglind Heiða Árnadóttir
Master 50-59 ára: Aðalbjörn Þórólfsson

Tímataka
Elite: Ingvar Ómarsson
Elite: Margrét Pálsdóttir

B-flokkur: Björg Hákonardóttir

Götuhjólreiðar
Junior (17-18 ára): Natalía Erla Cassata
Master 40-49 ára: Íris Ósk Hjaltadóttir
Master 50-59 ára: Kristrún Lilja Daðadóttir