Arnór Daði Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Breiðabliks.
Arnór Daði er 26 ára gamall og með BSc í Sport Management frá George Mason University.
Undanfarin ár hefur Arnór Daði unnið sem verkefnastjóri aðalstjórnar auk þess sem hann hefur komið að þjálfun í félaginu.
Breiðablik væntir mikils af störfum Arnórs Daða og býður hann hjartanlega velkominn í nýtt starf innan félagsins.