Ísleifur Gissurarson hefur verið ráðinn deildarstjóri Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Ísleifur er 27 ára gamall og með BS í Landfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hann stundar nám í Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Undanfarin ár hefur Ísleifur unnið sem Íþróttastjóri hjá ÍR.
Staða deildarstjóra Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar er nýtt starf innan knattspyrnudeildar Breiðabliks og er því ætlað að fylgja eftir skipulagi og stefnumótun fyrir barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar og um leið auka þjónustu við iðkendur og aðstandendur.
Ísleifur mun hefja störf í lok árs og væntir knattspyrnudeild Breiðabliks mikils af störfum Ísleifs og býður hann um leið hjartanlega velkominn í nýtt starf innan félagsins.