Nú á dögunum skrifaði aðalstjórn Breiðabliks undir samstarfssamning við Þekkingu til næstu 3 ára.
Þekking mun taka að sér rekstur og þjónustu félagsins á tölvukerfi Breiðabliks ásamt sértækum öryggislausnum. Hluti samningsins er styrktarsamningur m.a í formi auglýsinga. En merki Þekkingar mun verða áberandi í húsnæði Breiðabliks og víðar.
“Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að gera samning við Þekkingu og hlökkum við til að vinna náið með þeim að uppbyggingu og endurbótum innan félagsins” segir Eysteinn.
Á myndinni eru Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, og Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, með undirritaðan samning.