Vignir Vatnar tryggði sér stórmeistaraáfanga! 
 
Vignir Vatnar, sem er einungis 17 ára gamall, vann yfirburðarsigur á sterku alþjóðlegu skákmóti sem haldið var á Írlandi fyrir helgi.
 
Vignir hlaut 7,5 vinning og 2630 stig með því að vinna sex skákir og gera þrjú jafntefli.
 
Til þess að hljóta stórmeistaraáfanga þurfti Vignir að fá að lágmarki sjö vinninga og 2500 stig. Hann gerði því gott betur.
 
Var þetta fyrsti áfangi Vignis af þremur sem þarf til þess að hljóta stórmeistaranafnbótina.
 
Innilega til hamingju með árangurinn Vignir!