Kópavogsbær kunngjörði í gær val á tólf framúrskarandi einstaklingum sem tilnefndir eru sem Íþróttakona og Íþróttakarl árið 2021.
Af þessum tólf eru hvorki fleiri né færri en sex Blikar!
 
Blikarnir sex sem um ræðir eru:
Agla María Albertsdóttir – Knattspyrnudeild
Arnar Pétursson – Frjálsíþróttadeild
Ingvar Ómarsson – Hjólreiðadeild
Patrik Viggó Vilbergsson – Sunddeild
Sigurður Örn Ragnarsson – Þríþrautardeild
Sóley Margrét Jónsdóttir – Kraftlyftingardeild
 
Breiðablik óskar umræddum aðilum innilega til hamingju með tilnefningarnar.
 
Endanlegt val á Íþróttakonu og Íþróttakarli Kópavogs verður svo tilkynnt á íþróttahátíð bæjarins sem fram fer fimmtudaginn 13. janúar.
Kópavogsbúum stendur til boða að hafa áhrif á niðurstöðu valsins með því að kjósa rafrænt, nánar um það hér.
Endilega nýtið atkvæðaréttinn ykkar.